Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

svejka
svejka Notandi frá fornöld 42 ára karlmaður
116 stig

Hræsni siðferðilegra principa (21 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum
Siðfræði er flókið fyrirbæri. Hún einfaldast ekki í alþjóðasamfélaginu þegar menn ræðast við milli landa daglega og fréttir berast okkur frá öllum heiminum allan sólarhringinn. Flestir eiga sér einhver princip. Sumir vilja ekki hafa samfarir við stelpur á blæðingum, aðrir vilja ekki eiga samskipti við Bandaríki Norður-Ameríku o.s.frv. Til að verða trúr sjálfum sér þyrfti maður að leggja gríðarlega vinnu í að standa við hin ýmsu princip. Þetta gerir það að verkum að hugsjónafólk verður...

Þróun samfélags samkynhneigðra manna? (1 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum
Formáli: Hlutar þess sem hér er skrifað gæti sært fólk sem á hagsmuni að gæta á þessu sviði. Af þessum sökum við ég biðja alla sem móðgast að lesa greinina þar til að niðurstöðu kemur því að textinn er heild og ekki er hægt að velja úr einstaka kafla og telja að þeir lýsi mínum sönnu skoðunum í þeim. Hér er aðeins um félagslegar kenningar að ræða þar sem verið er að skoða mögulegar ástæður fyrir birtingarmynd homma í samfélaginu. <em>Höfundur</em> Eins og fram kemur í kynningunni hér á undan...

City of Glass (ekki spoiler, engar áhyggjur) (2 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 1 mánuði
City of Glass eftir Paul Auster er fyrsta og frægasta sagan í New York þríleiknum. Hún er gríðarlega tilraunakennd og leikur sér með ýmiss hugtök bókmenntafræðinnar. Sérstaklega athyglisvert atriði í City of Glass er það hvernig Auster leikur sér með persónur. Hann kemur t.d. ,,sjálfur” fyrir í sögunni sem rithöfundurinn Paul Auster auk þess sem Quinn, aðalpersónan, kemur fram sem fjölmargir persónuleikar. Auster byggir söguna af Quinn ofan á Don Kíkóta eftir Cervantes og er lestur City of...

Samúel (7 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Samúel - e. Mikael Torfason Bókin Samúel fjallar, eins og gefur að skilja, um Samúel. Hann er geðtruflaður, líklega haldinn geðklofa eða geðklofalíkri persónuleikröskun, og hefur ýmsar ranghugmyndir um heiminn í kringum sig. Hann á, að því er virðist, í mjög afbrigðilegu sambandi við konu sína og móður og kemur með eindæmum illa fram við báðar. Samúel býr í smábæ við Aarhus (Árósa) í Danaveldi. Hann hefur óbeit á því samfélagi er hann lifir í og er skipulega að berjast gegn nýfasismanum sem...

Stutt um Stephen Biko (7 álit)

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 1 mánuði
<b>Stephen Biko (1946 - 1977)</b> Stephen Biko fæddist árið 1946 í King William´s Town, í Austurhöfðafylkinu í S-Afríku. Hann hóf læknisnám árið 1966 við Natal háskóla. Hann var gerður brottrækur frá háskólanum sökum róttækni í pólitík, en hann beindi kröftum sínum gegn hvíta minnihlutan landsins og aðskilnaðarstefnunni. Biko beitti þeirri aðferð á blökkumenn Suður-Afríku, að halda uppi áróðri sem sagði að hugur hinna kúguðu væri mikilvægasta vopnið í baráttu þeirra gegn kúgendum sínum. Hann...

Augusto Pinochet og fleiri góðir menn (41 álit)

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 1 mánuði
Augusto Pinochet Ugarte fædddist árið 1915, í Santiago, höfuðborg Chile. Hann útskrifaðist frá herskóla Chile árið 1936, og óx í tign innan hersins og endaði sem yfirforingi hans undir stjórn Salvador Allende. Bandaríkjamenn fengu Pinochet til liðs við sig í stefnu sinni að losa öll ríki undan marxistasjórn, og tóks honum með hjálp kanans að steypa Allende af stóli árið 1973, árið eftir að hann varð yfirforingi hersins. Eftir að Pinochet skipaði sig forseta árið 1974 hóf hann að bæla niður...

Hver er besta bók allra tíma? (90 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Eftir að í ljós kom ,ekki fyrir alls löngu, að Don Kíkótí eftir Miguel Cervantes væri besta skáldsaga allra tíma, hef ég verið að velta fyrir mér hvaða bækur hugara hefðu fest ástfóstri við. Að mínu mati er ´,,Ævintýri Góða Dátans Svejks" langbesta bók sem ég hef lesið. Saga sú byggir á gríðarlegri ádeilu á hervæðingu og heimsstyrjöld, en hún gerist í byrjun heimsstyrjaldarinnar fyrri. Aðalpersónan er Jósef Svejk sem verslar með hunda og falsar ættartölur þeirra. Sögusviðið er Prag, sem er...

Hver er besta ,,sidekickið" í Simpsons (0 álit)

í Teiknimyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum

Á spænski boltinn að vera flokkur á Huga? (0 álit)

í Íþróttir fyrir 22 árum, 2 mánuðum

Ísland inn í Írak? (21 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Nú hafa bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra lýst stuðningi við árás Bandaríkjamann inn í Írak. Þeir hafa reyndar ekki staðið frammi fyrir alþjóðasamfélaginu og gert þennan óskunda en hafa þó gert sig líklega til þess. Ef út í það fer þá er ég farinn að halda að ríkisstjórnin sé að taka enn eitt skrefið í átt að fasisma. Þeir byrja á falun gong meðlimum og fólki af asísku bergi brotnu, og nú er hugsanlegt að kjörnir fulltrúar okkar á alþjóðavetvangi, munu lýsa yfir stuðningi sem er...

Dauðans alvara! (8 álit)

í Tilveran fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Tískan er fyrirbæri sem hefur fylgt manninum frá örófi alda og því verður ekki breytt. Hin síðari ár hefur það færst í aukana að viss orð komist í tísku og eru þá gjarnan notuð í annrri eða þriðju hverri setningu. Í dag virðist heitasta orðið vera dauðans og hefur það reyndar haft lengri líftíma en mörg þessara orða. En dauðans hvað? Iðulega hafa þessi orð einhverj meiningu sbr. ,,þokkalega,“,,cool” o.s.frv. Dauðans hefur hins vegar, fyrir mér, enga sérstaka meiningu og er reyndar afar...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok