Er ekki komið nóg af þessum teen stjörnum? Ég ákvað að gera smá grein um eina af “gömlu stjörnunum”. :) William Clark Gable var fæddur 1 febrúar 1901 í Cadiz, Ohio. Foreldrar hans hétu William Gable and Adeline Gable. Stuttu eftir að hann fæddist dó móðir hans, svo að faðir hans sendi hann til að búa hjá frænda sínum og frænku í Pennsylvaniu, það sem að hann bjó þar til hann varð tveggja ára. Þá kom faðir hans og fór með hann aftur til Cadiz. Þegar Clark var sextán ára hætti hann í skóla, og...