Ég á kött sem heitir Pjási(en er kallaður kisi). Hann er gullfallegur silfurlitaður norskur skógarköttur. Fyrir nokkrum kvöldum síðan hleypti ég kisa út eftir kvöldmat eins og vanarlega. Um 10 leitið fór konan mín út til að kalla á Kisa en hann kom ekki, sem er í raun ekkert óvenjulegt. Áður en við fórum að sofa fórum við út til að kalla í hann, en Kisi lét ekki sjá sig. Morguninn eftir kom hann heldur ekki í leitirnar. Það var ekki fyrr en um hádegið að konan mín fann hann vera skríða heim...