Ég sá um daginn frétt um að Kaupþing hefði keypt skuldir Stöðvar 2. Þær hafa þeir ábyggilega fengið með talsverðum afslætti (afföllum) sem reiknast sem hagnaður við uppgjör ársins. Þetta er skammvinnur vermir, en dæmigert fyrir Kaupþing. Ég vona bara að þeir hafi ekki selt lífeyrissjóðnum mínum þessi gull sín. Hvaða dópsali / handrukkari sem er veit að hagnaður fæst ekki nema skuldirnar séu greiddar. Þetta veldur verðbréfamönnum þó ekki áhyggjum, þeir lifa fyrir daginn í dag, eða eins og...