Þeir sem hafa ekki búið undir steini á Íslandi vita að tónlistarsumarið í ár hefur verið og á eftir að verða alveg með einsdæmum fjörugt. Þetta á sérstaklega við um þungarokkið, ég held ég leyfi mér að fullyrða að hvergi sé hlutfall tónleika með þungarokkshljómsveitum eins hátt og hérna á Íslandi. Hver stórsveitin á fætur annarri rekur á fjörur hér og þungarokkarar á Íslandi kætast mikið! Erlendis eru tónleikar með popplistamönnum oft með mun stærri hlutdeild í tónleikaflórunni, kannski...