Tölvutæknin hefur verið okkur áhugamanninum um skák góð. Í dag getum við teflt í gegnum netið við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Óháð tíma, getu og misjafnan áhuga á skák. Fyrst þegar ég byrjaði að tefla á netinu þá tefldi ég í gegnum yahoo.com, til að byrja með fannst mér það í góðu lagi, sæll og glaður tefldi ég þarna í sex mánuði við misjafna skákmenn og unga sem aldna. Eftir þessa sex mánuði fannst mér koma nóg, mér fannst ég tefla við marga sem vildu bara nota yahoo.com til...