Ég fékk mér í nasavænginn í júlí og var rosalega ánægð með það. Ég fékk svo brjálaða ofholdgun að ég varð að taka það úr mér fyrir stuttu, gafst hreinlega upp, ég sá varla pinnann sjálfan. Er þetta algengur fylgifiskur? Á endanum var þetta orðið eins og varta (móður minni til mikillar gleði, henni fannst þetta drepfyndið). Mín spurning er sú, tók ég gatið of fljótt úr eða var eitthvað sem hægt var að gera? Á ég að þora að fá mér þetta aftur? Á ég að gera það á sama stað? Gerist þetta aftur...