Til að geta lesið þessa grein og skilið þarf maður að skilja tvær grundvallarkenningar frjálshyggjunnar. 1. Í viðskiptum hagnast báðir aðilar. Því miður er það mjög útbreiddur misskilningur að í viðskiptum hagnist söluaðili en kaupandinn tapi. Þetta er alrangt. Það er vissulega rétt að peningar eru fluttir frá kaupanda til söluaðila, en hvað eru peningar? Peningar eru í raun tilkomnir til að auðvelda öll vöruskipti, peningar eru vara. Það sem gerir peninga verðmæta er að allir vilja eiga þá...