Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

soze
soze Notandi frá fornöld 16 stig

70-200 og Speedlite 550EX (4 álit)

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég er að fá Canon 70-200 f.4 L linsu og á Canon Speedlite 550EX fyrir. Eru e-r atriði sem vert er að hafa í huga þegar þetta er notað saman… Er ekki rétt að flassið nái 105mm? Á ég á hættu að fá einhvern skugga af linsunni?

Sekur - Start (0 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Á einhver textann við lagið sekur með start… tímamótaverk :)

Lomography (4 álit)

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 12 mánuðum
hefur ekki einhver hér verið að nota lomo? Endilega segið frá reynslunni ef einhver er. Er að spá í að panta mér eintak…

TIL SÖLU Canon EF 75-300 III f.4-5.6 USM (0 álit)

í Ljósmyndun fyrir 21 árum
Nýtt kvikindi… keypt í júní. Mjög lítið notuð og í besta hugsanlega standi. Selst með UV-filter. Ástæða sölu: Vantar pening fyrir stærri linsu… http://www.beco.is/beco.nsf/pages/canon_ef75300_usm.html Þetta er stykkið sem um ræðir. Kostar ný í Beco 37.900… Selst á 25.000 kr. Hafið samband við valthor@krabb.is

Hefur einhver samanburð? (2 álit)

í Ljósmyndun fyrir 21 árum
Var að velta fyrir mér hvort einhver ykkar hefði samanburð á Canon EF 70-200 f2.8L USM annars vegar og Canon EF 70-200 f4L USM hins vegar? Kostir og gallar?

Sigma 15-30mm, e-r prófað? (5 álit)

í Ljósmyndun fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Er að spá í að kaupa mér ultra-wide linsu og rakst á þessa: http://www.sigmaphoto.com/html/pages/15_30_ex.htm Hefur e-r hér prófað hana og þá hvað finnst viðkomandi? Eru einhverjar aðrar linsur á svipuðu verði sem vert er að líta á, þessi kostar 83.000 hér en að sjálfsögðu helmingi minna á Adorama. Gott dæmi um verðlagið hér: Var að koma frá Asíu þar sem ég keypti EOS 30, canon 24-85 USM, canon 75-300 USM og Lowepro bakpoka á 77.000 íkr. EOS 30 boddíið kostar 80.000 hér! :S

Radio Reykjavík (6 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hvernig er stemmingin fyrir radio reykjavik? Verð að segja að ég er frekar sáttur með þessa stöð og hún er gott break frá ruslinu sem flæðir yfir allt…

veit e-r e-ð um þetta??? (2 álit)

í Ljósmyndun fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég á gamla pentax me super. Er sennilega svona 20 ára gömul. Veit einhver ykkar eitthvað um þessa vél? Einnig hvort til séu nýjar linsur (aðrar en pentax) sem passa á hana. Ef þið eigið gamlar linsur sem passa á hana gæti ég líka verið tilbúinn að losa ykkur við þær fyrir lítinn pening :)
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok