Þrælahald á Íslandi. Launakjör starfsmanna við Kárahnjúka hafa að undanförnu verið til umræðu. Innlend verkalýðsfélög hafa óskað eftir upplýsingum um kaup og kjör erlendra starfsmanna Impregilo. Fyrirtækið hefur undanfarið starfað mikið í svokölluðum þróunarlöndum, en þar eru laun slík að klukkutíma laun íslensks launamanns þættu þokkaleg viku eða jafnvel mánaðarlaun. Frá þessum gósenlöndum launagreiðandans hverfur Impregilo til Íslands, þar sem laun og aðbúnaður verkalýðs er með því mesta...