Spurningin er í rauninni hvort að nútímamaðurinn geti trúað því að eitthvað sé til sem hann getur ekki snert á eða séð. Hann krefst sanninda, hann er jú upplýstur. Mörg okkar kjósa að trúa ekki á Guð vegna þess að við höfum engar sannanir fyrir því að hann sé til. Vísindin hafa ekki getað sannað tilvist hans, þvert á móti virðast þau hafa komið með rök fyrir því að það sem stendur í Bíblíunni um sköpunarsöguna sé ekki rétt. Við getum tekið orðin í 1. Mósebók, þar sem jörðin er sögð...