Hó hó hó Gleðileg jól Ég fékk Foo Fighters DVD í gjöf, einmitt eitt af því sem var á óskalistanum. Var svo að tjekka á honum núna rétt áðan. En ég er dálítið vonsvikinn. Af því sem mér skildist, af auglýsingum fjölmiðla, sérstaklega útvarpsstöðvarinnar X-ið, var að diskurinn væri uppfullur af off-stage senum, baksviðs senum og hálfvitagangi hljómsveitarmeðlima. Einnig var ítrekað auglýst með stolti að tónleikar FF manna í höllinni væri á dvd-disknum. Já, en audio upptaka ásamt photo-gallery...