Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Leit að veislusal (2 álit)

í Djammið fyrir 17 árum
Hæhæ Ég er í stökustu vandræðum og vona að einhver geti hjálpað mér. Hvar get ég leigt góðan sal fyrir tvöfalt afmælispartý??

Könnun vegna dýrakirkjugarðs (1 álit)

í Gæludýr fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Hæ, langar að benda ykkur á könnun á netinu til að athuga áhuga fyrir dýrakirkjugarði. Endilega takið þátt. http://www.makesurvey.net/cgi-bin/survey.dll/49A00C717849481788504BD915B730EC Takk takk.

Internetrómans... (18 álit)

í Rómantík fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég er búin að vera að pæla alveg heilmikið í nokkrum hlutum og núna verð ég bara að spurja ykkur. Er það algengt að fólk verði hrifið (og jafnvel ástfangið) gegnum internetið?

Skiptinemi í Venezuela 99-00 (21 álit)

í Ferðalög fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég hef verið spænskuóð síðan ég man eftir mér. Fór í fyrsta skipti til Spánar þegar ég var 5 ára (ef ég man rétt). Ég hef farið nokkrum sinnum til Spánar (6 sinnum) en ég lærði ekki spænsku fyrr en ég ákvað að fara sem skiptinemi til Venezuela, þá 15 ára gömul. Venezuela er æðislegt. Það er reyndar frekar spillt land. Vinur minn þarna úti sagði mér t.d. frá því þegar hann var stoppaður á bílnum sínum. Hann sýndi ökuskírteinið sitt en löggan var með eitthvað vesen. Hann lét lögguna fá...

Mr. Bean þættir (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Vitið þið nokkuð hvar ég get nálgast Mr.Bean þættina á DVD? Pabbi minn er nefnilega mjög hrifinn af Bean og mig langar að gefa honum þættina á DVD.

Íbúð óskast! ! ! (0 álit)

í Heimilið fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hæ, við erum tvær ungar stúlkur sem bráðvantar 2-3 herb. íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Önnur er í háskólanámi og hin í starfsnámi. Við erum báðar með fastar tekjur og greiðslugeta okkar er samtals 50-80.000 pr.mán. Endilega hafið samband í síma: 692 9498 eða gegnum e-mail: elsao04@ru.is Takk takk

Mitt hinsta djamm (15 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 3 mánuðum
„ Ef þér líður illa á morgun þá skaltu hringja í mig, það er ekki gott að vera einn eftir svona dæmi.“ Setning félaga minna bergmálaði í hausnum á mér þar sem ég stóð úti í kuldanum. Rosalega var ég vitlaus að hugsa ekki aðeins meira út í afleiðingar gjörða minna. Ég er hvort sem er svo heimsk að ég á pottþétt eftir að enda dauð einhvers staðar. Þetta er bara spurning um tíma. Ég finn beittar tennur næturinnar kaldar við húð mína, lognið veitir ekkert skjól fyrir hrollinum sem hríslast niður...

Tölvur úr BT (21 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Hverjir hafa reynslu af tölvum úr BT? Eru þetta algjör rusltölvur sem eyðileggjast eftir nokkra mánuði eða eru þetta alveg fínar tölvur??? Er nefnilega að hugsa um að fjárfesta í tölvu en vil ekki að það sé neitt rusl og vill ekki heldur láta gyllitilboðin blinda mig alveg.

Kertstjaki - merktur K&K Styling (0 álit)

í Heimilið fyrir 20 árum
Halló, ég er í vandræðum með að finna kertastjaka sem var keyptur fyrir nokkrum árum síðan. Þeir eru þrír misháir og merktir K & K Styling. Getur nokkur sagt mér hvar svoleiðis vörur fást?? (Vandamálið er sem sagt að lítill óviti braut einn af þeim þremur og sú sem keypti stjakann er látin) kveðja, snikkin

NES-tölvu vandamál (4 álit)

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Halló allir, ég á NES-tölvu sem spilar aðeins Nintendo tölvuleiki. Ég á aftur á móti tölvuleiki úr annarri tölvu og get ekki spilað þá. Hvernig breytir maður tölvunni þannig að hún spili allar gerðir tölvuleikja?? (já, þessir gráu, hvítu, gylltu kössóttu leikir. Á t.d. 42 in 1 sem ekki er hægt að spila og sakna margra leikja á þeirri tölvu). kveðja snikkin

Sólarexem (2 álit)

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Mig langar að vita hvort einhver hafi gott ráð við sólarexemi. Ég er líklega með sólarexem á bringunni (frekar slæmur staður) og síðast þegar ég var í útlöndum þá komu rauðir flekkir á bringuna sem voru alla ferðina. Það skipti ekki máli hvort ég væri í bikinítopp sem náði alveg upp í háls því flekkirnir komu samt sem áður. Þeir pössuðu ekki alveg við djammfötin mín en ég reyndi að láta það engu máli skipta. En það hljóta að vera fleiri en ég sem eru með sólarexem, einhver ráð?

EM í handbolta 2004 (3 álit)

í Stórmót fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Framundan er leikur gegn Tékkum. Þeim Íslendingum sem stendur ekki á sama um handboltann setjast örugglega sveittir yfir leikinn, krossleggja fingur og vona að við vinnum. Íslendingar töpuðu erfiðum leik síðasta fimmtudag gegn Slóvenum. Persónulega held ég að við hefðum unnið leikinn ef hann hefði ekki verið á þeirra heimavelli. Við hefðum átt að standa okkur betur og dómararnir hefðu líka mátt standa sig aðeins betur. Það má ekkert kýla andstæðinginn í handbolta frekar en öðrum...

Var lækkun áfengisaldurs samþykkt? (4 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þann 16. október 2003 lagði Jóhanna Sigurðardóttir fram lagafrumvarp um breytingu á áfengislögum. Lagði hún þar til að það yrði sett í lög að við 18 ára aldur mætti kaupa áfengi - allavega léttvín og bjór. Nú hefði ég gaman af að vita hvort þetta lagafrumvarp hefði verið samþykkt því hvergi er skrifað hvort það hafi verið samþykkt eða hvort það hafi farið fram atkvæðagreiðsla um þetta mál. Ég þekki nú ekki til þingstarfa en flest mál (ekki fyrirspurnir) sem ég hef skoðað hafa gengið í gegnum...

Augnaðgerð (12 álit)

í Heilsa fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hæ, hæ öll. Mig langaði bara til að vekja athygli á laseraðgerðum á augum til að laga nærsýni og fjarsýni o.fl. Ég hef ekki kynnt mér þetta efni neitt allt of vel en mig langaði til að deila með ykkur minni sögu. Frá því ég frétti af þessari aðgerð hér á landi hef ég beðið eftir því að verða tvítug svo ég gæti nú látið laga í mér sjónina (var með -5 og -5,5). Ég fékk tíma í forskoðun daginn fyrir tvítugsafmælið mitt en þá hafði sjónin verið nokkuð stöðug í 5 ár. Þá kom í ljós að hornhimnan...

Ekkert mikilvægt (1 álit)

í Rómantík fyrir 21 árum
Þannig er að bólfélaginn minn (sem er líka góður vinur minn) og ég erum búin að vera í ríðusambandi í næstum tvo mánuði. Við vildum hvorugt fast samband fyrir mánuði síðan en núna er ég orðin alveg rugluð í hausnum. Mér finnst hann vera farinn að ýta mér soldið frá sér og ég veit ekki hvernig ég á að taka því. Vill hann ekkert meira eða er þetta út af því að hann á það til að ýta fólki frá sér sem honum þykir vænt um. Kræst, ég vildi óska þess að ég vissi það. Mér þykir rosalega vænt um hann...

Útlit og atvinna (11 álit)

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hæ allir Vil taka fram að þessi skrif mín eru bara pælingar og ætlunin er ekki að skapa einhverja óvild milli holdafarshópa. Vil bara fá hreinskilið álit. Ég hef verið að pæla undanfarið hvort útlit okkar (karla og kvenna) hafi áhrif á atvinnuferil okkar. Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi þá hef ég ansi háleita drauma en ef ég mundi birtast í atvinnuviðtal og vera illa til höfð yrði ég virkilega valin í starfið ef annar umsækjandi væri til staðar? Allir vita að þó menntunin og starfsreynslan...

Íslandsklukkan (0 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ókei, varð að tékka á því hvort Íslandsklukkan e. Laxness væri á listanum yfir bækur sem væri mælt með. Og… JÁ - hún er þar. Ótrúlegt því ég er að reyna að lesa hana fyrir skólann og ég bara virðist ekki ætla að ná að klára hana á viku. Mér finnst ég vera að pína mig til að lesa hana. Ætti ég kannski að reyna að lesa hana með öðru hugarfari?? Er að reyna að innrita nýtt hugarfar gagnvart bókinni en ég vona að hún verði skemmtilegri eftir 1. hlutann og ég skilji af hverju mælt er með henni á...

Lausn vandamálanna?? (18 álit)

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Fólk er misjafnt í laginu og þeir sem eru í kjörþyngd ættu að reyna að sættast við líkama sinn. En maður getur alltaf kvartað yfir einhverju og í ljósi þess að stelpur hafa verið að kvarta langar mig til að benda þeim á að allir hafa sína sögu að segja. Litlu grönnu stelpurnar kvarta yfir því að finna ekki á sig föt, sem ég skil ósköp vel þar sem það er gert ráð fyrir að fólk sé af ákveðinni stærð og gerð og með ákveðnar línur. Yfirleitt er ég ekki hrifin af því þegar stelpur hafa engar...

Bækur tengdar viðskiptum (2 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hæ, hæ…. ég hef verið að leita að bókum tengdum viðskiptum og lögfræði. Getiði bent mér á bækur um gæðastjórnun, markaðsfræði, alþjóðamarkað o.fl. Ég vil helst hafa þær á íslensku (lítið úrval) því ég er ekkert allt of sleip í enskunni (ekki í viðskiptahugtökum). Einnig væri ég til í að fá upplýsingar um lögfræðibækur. Ég hef lesið bækurnar: *Kennslubók í Verslunarrétti *Viðskiptavinurinn e. Karl Albrecht Ástæðan? Ég er að kynna mér þetta efni til að geta valið mér háskólanám og ég hef...

Er konan tekin fram yfir karlinn?? (8 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég hef bara verið að pæla undanfarið hvort konur séu virkilega sammála því sem er að gerast í jafnréttismálum í dag? Ég las í grein í dagblaði um daginn (man ekki hvaða dagur það var né hvaða dagblað) að núna væru flestir gamanþættir með ákveðnum konum mjög áberandi. Á sama hátt væru karlarnir orðnir vitlausari og hálfvitalegri. Einhvers staðar í greininni var spurningu hent út í loftið hvort konur mundu virkilega þola það ef hlutverkunum væri skipt - þ.e. að þær væru hálfvitarnir en...

Illskan (3 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Um daginn tók ég bók á bókasafninu sem ég hafði aldrei heyrt um (og vinn ég samt í bókabúð yfir jólin og á haustin). Hún heitir Illskan (1999) og er eftir Jan Guillou. Það kemur hvergi fram að bókin byggi á sannsögulegum atburðum en það er hins vegar talið að hún fjalli um atburði sem höfundurinn upplifði í æsku. Aðalpersónan, Eiríkur, býr við stöðugt ofbeldi heima hjá sér. Eftir vandræði í skólanum er hann sendur í heimavistarskóla þar sem hann vonast til að geta byrjað nýtt líf - án...

Bókaormurinn (6 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég hef verið að pæla hvaða bók hefur haft mestu áhrif á notendur hérna á þessu áhugamáli? Var ekki einhver sérstök bók í æsku sem varð nánast biblían ykkar? Ég held að ég verði að segja að Lata-Stelpan hafi haft soldil mikil áhrif á mig. Hvernig húsgögnin gera uppreisn gegn henni í bókinni og fara og þvo sig og húsið. En já, ástæðan fyrir því að ég skrifa hérna er sú að miðað við hvernig málin eru að þróast í dag lesa krakkar minna en áður. Þeir horfa frekar á sjónvarpið, leika sér í...

Kosningar 2003 - umræða (15 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Kosningar snúast um svo miklu meira en bara eitthvað fólk. Ingibjörg, sem er forsætisráðherraefni Samfylkingar, er engan vegin örugg með þingsæti - þannig að ég er búin að vera að pæla að ef Samfylkingin verður í meiri hluta en hún kemst ekki inn verður hún þá forsætisráðherra??? (endilega svarið þessu ef þið vitið svarið) Ég er þannig séð hlynnt því að það komi vinstri stjórn bara svo fólk geti séð muninn, en ég kýs þá samt ekki. Einnig finnst mér rosalegt hvað fólk skrifar stór orð hérna,...

Óvinafagnaður (3 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég var að lesa bókina Óvinafagnað fyrir íslensku í skólanum. Þessi bók kom mér virkilega óvart. Hún byrjar á því að Þórður Kakali fréttir af dauða Sturlunganna (fjölskyldu sinnar) og snýr heim frá Noregi. Bókin er um heimkomu hans og hvernig hann ætlar sér að leysa allt á friðsamlegan hátt án þess að fá tækifæri til þess og þá er bara að grípa til vopna. Bókin kom mér sérstaklega á óvart vegna þess hvernig henni var skipt, “kaflarnir” eru mjög stuttir (nokkrar blaðsíður) og er upplifun eins...

Koss frá ókunnugum (8 álit)

í Rómantík fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hver mundi fíla það að láta kyssa sig af ókunnugum?? (að sjálfsögðu ef manneskjan er ekki ljót) Hvernig munduð þið bregðast við ef það yrði gert? (takið fram hvort þið séuð í sambandi eða ekki) Persónulega væri ég alveg til í að einhver myndarlegur strákur mundi labba upp að mér og kyssa mig. Þótt hann mundi hverfa eftir það.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok