,,Þvílíkur svefn, ég held að ég hafi bara aldrei sofið eins vel alla mína ævi!’’ Var það fyrsta sem Gerða hugsaði með sér þegar hún vaknaði. Þá hafði hún ekki tekið eftir því að hún var ekki í sínu rúmi, þvert á móti. Hún var í einhverju rúmi sem hún hafði aldrei séð áður og ekki nóg með það, hún var í einhverju herbergi sem hún hafði aldrei séð áður. Gerða stökk á fætur. ,,Því er ég hér og afhverju í þessum ósköpum er ég klædd í þennan ömmunáttkjól?’’ Hugsaði Gerða með sér alveg undrandi á...