Síðustu árin hefur færst mjög í vöxt að popptónlist sé endurunnin, þ.e. að lappað er upp á gömul lög og þau gefin út í “nýjum” útgáfum. Þetta á auðvitað ekki eingöngu við um Ísland heldur um allan heim en nú er svo komið að meirihluti íslenskrar popptónlistar, a.m.k. meðal vinsælla hljómsveita og flytjenda, er orðinn endurvinnsla. Í gegnum tíðina hafa popparar (og auðvitað aðrir líka þótt í minna mæli sé) tekið erlend lög og “íslenskað” þau að sínum hætti, fyrr á árum var m.a.s. keypt erlent...