Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

slabbbi
slabbbi Notandi frá fornöld 72 stig

Endurvinnslukjaftæðið (11 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Síðustu árin hefur færst mjög í vöxt að popptónlist sé endurunnin, þ.e. að lappað er upp á gömul lög og þau gefin út í “nýjum” útgáfum. Þetta á auðvitað ekki eingöngu við um Ísland heldur um allan heim en nú er svo komið að meirihluti íslenskrar popptónlistar, a.m.k. meðal vinsælla hljómsveita og flytjenda, er orðinn endurvinnsla. Í gegnum tíðina hafa popparar (og auðvitað aðrir líka þótt í minna mæli sé) tekið erlend lög og “íslenskað” þau að sínum hætti, fyrr á árum var m.a.s. keypt erlent...

Skilgreiningarhugleiðingar (20 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 1 mánuði
Umræðan hér fer oft í að ræða FM-(ó)menninguna sem þrífst í útvarpstækjum landsmanna. Ágæt grein eftir Obsidian birtist hér um daginn undir yfirskriftinni Hvað er eiginlega að???!!!, og fjallaði um þetta mál. Umræðan sem á eftir kom leiddist hins vegar út í allt aðra sálma eins og gerist iðulega hérna, en það er allt önnur saga. En það sem stingur mig svolítið í umræðunni um íslenska tónlist (eða íslenska FM sveitaballatónlist, svo að ég skilgreini þetta betur) er að öll sú tónlist er sett...

Ljótustu plötuumslög Íslandssögunnar (18 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Allir geta verið sammála um að plötuumslög (eða cover) skipta máli þegar plata er annars vegar, og getur hreinlega ráðið úrslitum um hvort maður kaupi plötuna. Umslagið er með öðrum orðum andlit plötunnar. Stundum má segja að ljótt plötuumslag sé jafnvel sama og vond plata, það er þó ekki algilt. Hins vegar mættu tónlistarmenn og þeir sem hanna slík umslög vanda oft betur til verka en oft er gert. Þetta hefur sem betur fer breyst til batnaðar á síðustu árum, þ.e. umslögin hafa í heild...

Hvað er rokk ??? (7 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég hef verið að fylgjast með umræðunni hérna og kemur margt uppbyggilegt og fróðlegt á skjáinn, en þó eru auðvitað nokkur börn hér inni á milli sem eyða sínu púðri í orðaval eins og “þú ert heimskur” eða aðra álíka vitleysu. Eigum við ekki að reyna að halda standardinum á umræðunni á aðeins hærra plani, reyna að vera málefnaleg í stað þess að rakka hina og þessa niður, sem enginn nennir heldur að lesa??? Annars ætlaði ég að spá aðeins í skilgreininguna rokk. Menn hafa ekki verið alveg með...

Er íslenska rokkið dautt?? (44 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hvað er eiginlega með alvöru íslenskt rokk, er það að deyja út?? Hljómsveitir á borð við Ensími og Maus eru að verða gömlu kallarnir í bransanum vegna þess að það er ekkert nýtt á íslenska rokkmarkaðnum sem nær til fjöldans lengur. Núna er heimurinn að verða fullur af sveim- og rafpoppi, britney poppi og rappi, en hreinræktað rokk er eins og það heyrir sögunni til. Er ástæðan kannski að útgáfumál hafa þróast á þann veg að rokkið nær ekki lengur til almennings heldur er selt í sérplötubúðum...

Saga rokks og annarrar tónlistar á Íslandi (7 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hér á landi hefur ekki verið um auðugan garð að gresja í útgáfu á sögu rokks og annarrar tónlistar í gegnum árin. Ljóst er að það vantar einhverja bók sem sýnir heildstæða og hlutlausa mynd af sögu hennar á Íslandi. Nokkrar bækur hafa reyndar komið út í gegnum árin, nú síðast Rokk á síðustu öld e. Gunnar L. Hjálmarsson, sem er reyndar skemmtileg afþreying en vantar alla heildstæða mynd, auk þess sem hún er(ómeðvitað) all huglæg á köflum og vantar þá faglegu sýn sem nauðsynleg er til að vera...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok