Núna um daginn varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kaupa mér bók eftir breska rithöfundinn Tom Holt. Bókin heitir Nothing But Blue Skies og er alveg frábær. Hún fjallar um kínverskan veðurdreka sem verður ástfanginn af manni, sem reynist hinn versti vesalingur, en það að hafa veðurdreka á jörðinni hefur að sjálfsögðu gífurleg áhrif á veðrið og veðurfræðingarnir dragast þessvegna inn í atburðarrásina, líka breskur sértrúarsöfnuður sem trúir á drottninguna og ástralskur fjölmiðlaeigandi sem...