Síðastliðið vor þegar Fáks hestamenn fóru í sinn sleppitúr glaðir eftir snjóléttan vetur og ánægðir með vel heppnað Landsmót í Víðidal heyrðust vélarhljóð í Víðidalnum. Margir töldu að þarna væri hafin frekari endurbót á reiðvegum á svæðinu því stígarnir lágu frá Elliðaá og upp í gegnum Víðidalssvæðið! Mörgum brá í brún þegar ilmur malbiks steig í loftið og eggsléttir “reiðvegirnir” fengu heitt malbikið yfir sig! Þarna áttu þá ekki að vera reiðvegur heldur var þarna kominn gögnu og...