Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

sjesson
sjesson Notandi frá fornöld 160 stig
Áhugamál: Vefsíðugerð, Forsíða

Heiðmörk (4 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Skrapp í heiðmörk um daginn í göngutúr. Ekki er að orðlengja það en ég varð alveg bergnuminn. Þvílíkt líf og náttúrufegurð. Göngustígakerfið frábært og alltaf hægt að finna einhverja fína laut til að leggjast niður, slaka á og láta sig dreyma. Ég mæli hiklaust með ferð í Heiðmörkina … algjör heilsbót.

Kvikmyndir og bann við þeim (3 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Ekki er það af ósekju sem sumar kvikmyndir eru bannaðar. Hryllingur er þvílíkur í sumum kvikmyndum að óskiljanlegt er að þær skuli vera aðgengilegar yfir höfuð. Það að banna kvikmyndir á fullan rétt á sér og síðustu ransóknir benda jafnframt eindregið til þess ofbeldismyndir hafi áhrif til hins verra á sálarlíf óharnaðra ungmenna. Ég las þetta í ekki ómerkar dagblaði en Mogganum

Umferðamenning (1 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Var að ferðast eins og margir aðrir Íslendingar um helgina. Mér blöskraði bókstaflega hvernig sumir ökumennt keyrðu. Sérstaklega þótti mér ískyggilegt hvernig ökumenn með hjólhýsi í ýmsum stærðarflokkum þeystu áfram. Þeir létu sér ekki muna um að taka fram úr á svimandi ferð þannig að hjólhýsin dingluðu eins og pendúlar aftan úr bílunum. Með þessar græjur í eftirdragi keyrðu þeir mun hraðar en löglegt er þ.e. yfir 80 km hraða og stofnuðu lífi og limum annarra vegfaranda í mikla hættu. Ég...

Ástralir (1 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Ástralir standa fastir á sínu og fá plús í kladdan hjá mér. Ólympíuleiarnir eru stórviðburður þar sem allar skærustu stjörnur íþróttaheimsins koma saman og reyna með sér. Ástralir er ekkert á því að þurfi byssur til að gæta þessara stjarna og hafa bannað öryggisvörðum íþróttamannanna að koma með skotvopn inn í landið. Glimrandi góður leikur hjá þeim.

Um bann við ofbeldisleikjum (2 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Þeir í bresku Kólumbíu vita hvað þeir syngja. Þeir eru að stíga mikið framfaraspor. Engin ástæða er til að ungir og óharnaðir einstaklingar séu að nota leiki sem geta haft slæm áhrif á sálarlíf þeirra. Ég held að stefna bresku Kólumbíu sé eitthvað sem íslensk stjórnvöld þyrftu að skoða.

Karlar vs. konur (0 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Í dag og í gær birtust tvær greinar sú fyrri um ísl. karla og sú seinni um ísl. konur. Var þar ýmislegt tínt til sem einkennir samskipti kynjana og var eitt og annað láti flakka sem telst t.d. til sleggjudóma. Réttara væri að koma með uppbyggilega gagnrýni á kynin og benda á það hvernig þau geta bætt samskiptin hvort við annað en sleppa þeirri niðurrifsstarfsem sem einkenndi sérstaklega síðari greinina um þetta hitamál.

Krummi (1 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Sú gleðifrétt barst í dag að krummi sé kominn á válistaskrá yfir fugla. Þetta er hið besta mál og löngu kominn tími til þess arna. Krummi hefur sætt illir meðferð allt of lengi.Lifi krummi.

Krummi (0 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Miklar gleðifréttir las ég visi.is áðan. Krummi kominn á válista yfir fugla. Löngu er kominn tími til að þessi skynsami fugl fái frið fyrir byssuóðum fugladrápurum sem halda því fram að þessi fugl sé verstu allra. Lifi krummi!

Offita (1 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Í gær sá ég glefsur úr Katsljósi RÚV og þar komu heldur daprar staðreyndir fram. Börn á Íslandi eru orðin of þung var slegið fram. Er þetta virkilega svo, er krakkar hættir að hreyfa sig og sitja í stað þess fyrir framan sjónvarps eða tölvuskjáinn. Ef svo er þá verður að breyta þessu því ef þetta er framtíðin þá horfum við fram á hrikalegt heilbrigðisvandamál. Ljótt er til þess að hugsa sum börn séu jafnvel orðin svo slöpp að þau geti ekki hlaupið þversum yfir leikfimissalinn án þess að...

Aldurstakmark á tölvuleikjum (0 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Mér þótti grein sú er JReykdal skrifar í dag afar merkileg og ánægjuleg í senn. Ég hef lengi haldið því fram að sumir tölvuleikir sé ekki mjög uppbyggilegir fyrir ungar sálir og jafnvel líka fyrir þær sem eldri er. Ég fagna því þessari frétt frá Kanada og vona að áhrifa ákvörðunar þarlendra yfirvalda fari að gæta hér hið allra fyrsta. Spurningin er svo, verður nokkuð farið eftir aldurstakmarki hér á Klakanum, mér virðist sem við séum heldur sofandi gagnvart reglum, sérstaklega hvað varðar...

Áhrif skjálfta á sálartetrið! (2 álit)

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Að undanförnu hef ég átt í gagnlegum skoðanaskiptum við Skjálftspilara og þar hefur margt fróðlegt komið fram. Ég er mikill áhugamaður um notkun tölva og hugbúnaðar tengdum þeim en ég set spurningamerki við ofnotkun þessara tækja. Í spjalli mínu hef ég verið að benda á að annað skiptir máli í lífinu en tölvuleikurinn en mér virðist að sumir séu allhelteknir af t.d. tölvuleiknum Skjálfta. Ég tel og fer ekki ofan af því að það beri að sporn við ofnotkun slíkra forrita og beina notendum inn á...

Eitthvað annað en Quake (33 álit)

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Er ekki kominn tími til að hætta þessu Quake-rugli og fara að snúa sér að einhverju uppbyggilegu. Eins og t.d. að þess að njóta náttúrunnar og hugsa eitthvað fallegt.

Malbik vs. Steypa (0 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Grein Augustus um steypu og malbik er athygglisverð og takk fyrir að benda á þræði Samgöngur.. Ég stið heils hugar að gerðar séu nákvæmar ransóknir á gæðum steypunnar með vísan til margra samverkandi þátta og að í kjölfarið verði tekin ákv. um hvort malbikinu verður skipt út fyrir hana. Einhvern tíman heyrði ég þó að ekki svarði kostnaði að steypa götur þar sem hún væri mun dýrari en malbik og að endingin væri ekki svo mikið meiri en malbiks. Sel þetta ekki dýrari en ég keypti það.

Jákvæðni (0 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 5 mánuðum
Ég vildi minna fólk á mikilvægi jákvæðni í lífi okkar. Ef við leyfum sjálfum okkur að vera jákvæð, þá gegnur allt mun betur. Leyfum því sólinni að skína í sinni eins bjart og hún gerir nú þegar við lítum út um gluggan. Sigurður :-)

Glimrandi flott (3 álit)

í Tilveran fyrir 24 árum, 5 mánuðum
Ég lýsi hér með yfir gríðarlegri ánægju með þennan flotta vef. Möguleikarnir eru greinilega óþrjótandi og gaman verður að aðlaga hann að eigin ósk.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok