Flest ykkar ættu að kannast við ELP eða Emerson,Lake and Palmer en platan Brain Salad Surgery er oftast talin besta plata þeirra. ELP hefur ávallt verið talin leiðandi í Progressive tónlist en tónlist þeirra einkennist af hreint út sagt frábærum hljóðfæraleik sem hefur varla heyrst í annari rokk músík. ELP voru ein af fyrstu svokölluðu “súpergrúppum” en meðlimir þeirra voru: Keith Emerson, hljómborð, synthesizer, píanó, söngur og fleira. Carl Palmer, trommur og ásláttarhljóðfæri. Greg Lake,...