Bobby Fisher, fyrrverandi heimsmeistari í skák, fær dvalarleyfi hér landi, komi hann til landsins. Útlendingastofnun sendi síðdegis í dag, utanríkisráðuneytinu staðfestingu þess að skáksnillingnum Bobby Fisher sé heimilt að koma hingað til lands, og að hann fái hér dvalaleyfi, æski hann þess. Bobby Fisher hefur um alllanga hríð dvalið í Japan en hann er að forminu til bandarískur ríkisborgari þótt hann sjálfur hafi afsalað sér ríkisfangi sínu og telji sig landlausan. Hann lenti harkalega...