Ég hef verið að velta fyrir mér um tíma hvernig þjóðfélagið er orðið og hvað nútíminn er klikkaður. Það er orðið svo áberandi hvað stór hluti fólks hér á landi er orðið rosalega háð allskonar gerviþörfum og þá á ég við hluti eins og td. líkamsræktastöðvar, gsm símar, hárlitun, bílar og fleira og fleira. Það er merkilegt hvað allt er orðið óhugnalega tæknivætt og bilað. Önnur hver fjölskylda á a.m.k 2 bíla og það er líka orðið mjög algengt að menntaskólanemar séu á eigin bílum eða á þriðja...