Oftar en ekki hefur sú umræða skotið upp kollinum um staðalmyndir, tísku, og allt það sem ræður því hvernig okkur finnst að við eða aðrir eigi að vera. Í okkar stóra heimi sem þó virðist minnka og minnka með tækniframförum (internetið, bættar samgöngur o.fl.), virðist það vera fræga fólkið sem skapar þessar staðalmyndir, hvort sem það eru leikarar, tónlistarmenn eða fyrirsætur. Ósjálfrátt dæmum við svo út frá stjörnunum hvernig ,,venjulegt” fólk á að vera. Mörgum finnst auðvitað ekkert nema...