Þessi mynd er ein dularfyllsta mynd og besta vísindaskáldsögumynd sem ég hef séð hingað til. Reyndar er þessi mynd einhverneigin samblanda af Drama, Ævintýri, Rómantík, vísindaskáldskap og margt annað. Þessi mynd er mjög sérstök og furðuleg. Myndin gerist árið 1988 og fjallar um drenginn Donnie Darko (jack Gyllenhaal) sem á við geðræn vandamál að stríða. Eina nótt gengur hann í svefni og hittir risa kanínu sem fer með hann á golfvöll og verður vakinn af nágranna sínum sem er að spila golf....