Í þessum pistli ætla ég að tala dálítið um samgöngubætur á landsbyggðinni, og sérstaklega einfaldar/tvöfaldar brýr. Þetta átti upprunalega að vera svar við greininni “Samgöngur hér á Íslandi” eftir Amazon. Svarið vatt hins vegar upp á sig og varð eiginlega alltof langt til þess að vera bara svar. Ég bý á Höfn í Hornafirði og stunda skóla í Reykjavík, svo ég fer nokkuð mikið þarna á milli. Á leiðinni þarna á milli eru 28 einbreiðar brýr, þar af 23, bara í Austur-Skaftafellssýslu. (Það eru...