Peter Gabriel, stofnandi og söngvari hljómsveitarinnar Genesis fram til ársins 1975. Eftir það varð Genesis aldrei sú sama. Að mínu mati eru fáir söngvarar sem hafa jafnmikinn karakter í röddinni og þessi maður. Maður þarf einfaldlega að hlusta á Selling England by the Pound og þá vitiði þið hvað ég er að tala um. Svo er hann nátturulega svo svalur að Steven Seagal væri eins og Gísli Marteinn við hlið hans.
Án efa í topp 3 hjá mér yfir bestu hryllingsmyndir sem komið hafa út eftir árið 2000. Flottur söguþráður, flottar senur og sannfærandi leikur, þó sérstaklega hjá unglingahópnum.
Ein magnaðasta “supergroup” allra tíma. Neil Morse úr Spock's Beard, Mike Portnoy úr Dream Theater, Roine Stolt úr Flower Kings og Pete Trewavas úr Marillion. Gæða progg!
Í dag eru akkurat 17 ár síðan Freddie Mercury einn magnaðasti tónlistarmaður sögunnar lést. Vona að þessi mynd komi inn á skikkanlegum tíma, en fannst vel við hæfi að láta inn mynd af goðinu.
Jæja..hérna er mynd af 60's psychadelic hljómsveitinni Pink Fairies. Kannski ekkert svakalega frægir en skemmtilegt og fróðlegt band. Spiluðu alltaf frítt fyrir fólk eins og sést á myndinni og voru oftar en ekki undir áhrifum eiturlyfja á tónleikum.
Hér má sjá Kathy Bates í hlutverki hinnar geðsjúku Annie Wilkes í myndinni Misery. Þessi mynd er byggð á skáldsögu Stephen King og má segja að hún sé tær snilld. Mæli með því að fólk sem hefur ekki séð hana horfi á hana án þess að vita um hvað hún er. Í þessu tilviki er það mikið skemmtilegra. En allavega þá er þessi mynd stórkostleg.
Hér er mynd af Ian Hunter söngvara sveitarinnar Mott The Hoople. Skemmtilegur söngvari með unique rödd. Hreimurinn eins breskur og hann gerist. Þessi gæji, rosalegur töffari.
Meistarinn sjálfur John Deacon, bassaleikari Queen. Hann samdi mörg frábær lög á borð við Dragon Attack, One Year of Love og You're my best friend. Ótrúlega flottur spilari! Þarna má sjá mynd af honum með flottan Fender Precission bass.
Þessi mynd kemur inn um minningu Marc Bolans, en í dag eru akkurat 31 ár síðan hann lést í bílslysi árið 1977. Leiðinlegt hvað þeir þurfa allir að deyja þessir félagar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..