Mig langaði aðeins að segja ykkur frá því þegar ég keypti mína fyrstu íbúð. Það er nú ekki langt síðan eða kannski um rúmlega hálft ár síðan, en það var allavega þannig að við fréttum hjá fasteignarsala að þessi tiltekna íbúð væri að koma á sölu og við fórum strax og skoðuðum hana, fyrst bara við tvö hjónakornin og svo tókum við foreldra okkar með, af því við höfum náttúrulega litla reynslu af því að kaupa íbúð. Þegar við fórum með foreldrum okkar, spurði pabbi minn hvort að það væri einhver...