Ég vaknaði í morgun og fór að lesa fréttablaðið og rakst þar á litla grein sem hafði fyrirsögnina “Hvað á að gera við bandarískan talibana?” Þar er verið að tala um að í Afganistan hafa fundist amk 3 bandaríkjamenn sem barist hafa með talibönum. Talað er um hvernig hægt er að sækja þessa menn til saka og vangaveltum um hvernig best væri að gera það. Það sem greip augað mitt í þessari litlu grein var sögnin “Ekki kemur til greina að draga óbreyttan bandarískan ríkisborgara fyrir herdómstól”...