Í kvöld var kvikmyndin Amélie sýnd í sjónvarpinu, og við áhorf hennar mundi ég eftir því hversu stórkostleg þessi mynd er, og hversu litla athygli hún fær, vegna þess að hún er frönsk. Þetta segir mjög margt um kvikmyndagerð nútímans, finnst mér, því að þessi mynd væri líklega þó nokkuð stærra cult-hit en hún er nú þegar ef hún væri á ensku. Fyrst ætti að minnast á hinn stórmerka leikstjóra myndarinnar, Jean-Pierre Jeunet, sem er best þekktur fyrir myndir eins og Delicatessen, The City of...