Mitt í allri þessari jafnréttisumræðu datt mér í hug að skrifa hérna örfáar línur um jafnrétti kynjana. Ekki skil e´g eftir þó nokkra umhuxun hvað það er sem felst í þessu svokallaða jafnrétti, fyrir mér lítur þetta svona út: Fyrr á árum var það jafnsjálfsagt og það að nýr dagur kæmi að morgni, að konan væri heimavinnandi húsmóðir og huxaði um sín börn. Svo fóru svokallaðar rauðsokkur á stjá og heimtuðu það að þær fengju að vinna sína vinnu, með sömu launum og karlmenn, og voru ekkert að spá...