Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

septimus
septimus Notandi frá fornöld 54 stig

Farvel, skúrkur. Þú varst ekki svo slæmur. (17 álit)

í Final Fantasy fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Jæja, þá er ég búinn að plægja mig gegnum FFXII. 76 klukkutímar fóru í þennan leik, og ég sé ekki eftir þeim, frekar en fyrri daginn. Það var ýmislegt sem kom mér á óvart við þennan leik. Allar söguhetjurnar voru viðkunnanlegt og töff fólk, laust við allt óþarfa væl og rugl. Söguþráðurinn innihélt pólitíska undirtóna og var nokkuð dýpri en það sem maður á að venjast í seríunni (að hinum leikjunum ólöstuðum). Allt umhverfi var mjög fallegt, byggingarnar tilkomumiklar og það var flott að sjá...

Undirbúningur fyrir session (16 álit)

í Spunaspil fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Búinn að lurka í næstum ár og held að það sé tímabært að fara að leggja eitthvað til málana… Ég er búinn að DM-a í rúm 7 ár. Ég er búinn að draga spilarana mína gegnum tvö massíf campaign, og annað þeirra endaði meira að segja ekki í algjöru rugli. Ég fæ ekki betur séð að þeim líki mín vinna ágætlega, a.m.k. koma þeir aftur að spilaborðinu í hverri viku. Ég kemst samt ekki hjá þeirri tilfinningu að betur mætti gera hvað varðar undirbúning… Mig langar að varpa fram spurningum til þeirra DM-a...

Málaliðar (8 álit)

í Eve og Dust fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég er búinn að hafa annað augað með því sem fram fer í þessu stríðsbraski í Fountain og nærliggjandi regions, og hef svolítið verið að velta fyrir mér stöðu mála þar. Það mig langar að vita er hvort þarna hafi blossað upp eftispurn eftir málaliðum, og ef svo er þá hverjir séu að ráða, hvers konar “þjónustu” þá vantar og hvað þeir borga fyrir hana.

Eldregn (3 álit)

í Black and white fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég á í dálitlum vandræðum með fjórða borð í black and white. Það er allt vesenið með eldregnið. Ef ég hangi ekki yfir þorpinu til að reisa upp hlífðarskildi og grípa eldkúlurnar þurrka þær alltaf út þorpið, og þarafleiðandi hef ég aldrei neinn tíma til að vesenast í the guardian stones, og eftir því sem ég best veit er það eina leiðing til að stöðva storminn (og eldregnið). Er til einhver önnur leið til að stöðva eldregnið?

Insane hugmynd (12 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Skyndilega laust niður í huga mér soldið weird hugmynd fyrir campaign, og ég er því að flýta mér að skrifa þetta niður áður en ég gleymi því. Þessi heimur er frekar undarlegur staður. Aðalástæðan fyrir því er stórfellt catastrophe sem væri kannski hægt að líkja við svona colossal wild surge. Áhrifin voru mörg. Til að byrja með þurrkuðust allir guðirnir út nema þrír. Þeir voru Slumberus,guð hvíldarinnar, Hangoverus, guð timburmanna (hei, ef það er til áfengisguð hlýtur að vera til...

Ignoble deaths (23 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hver eru hörmulegustu dauðdagar í spunaspili sem þið hafið orðið vitni að? Ég er hér með litla sögu um paladin sem dó. Tvisvar. Og aldrei í bardaga. Dauðdagi 1: Téður paladin, ásamt restinni af hópnum höfðu verið handsamaðir af orkaklani. Leiðtoginn, óvenju klár af orka að vera, bjóst til að yfirheyra PCana, sem voru einungis klæddir nærfötum og héngu upp á vegg, fastir á höndunum. Orkahöfðinginn tók það skýrt fram að hann myndi drepa þann sem reyndi að ljúga að honum. Og hófst nú...

Glæpur og refsing (5 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Heilir og sælir, spunaspilarar af öllum stærðum og gerðum. Ég er DM í AD&D (er við það að skipta yfir í 3rd ed), búinn að vera það í u.þ.b 3 ár, og á við örlítið vandamál að stríða. Vandamálið er það að playerarnir mínir eru stöðugt að fíflast, blaðra eða taka fram í fyrir mér. Jafnvel þó að þeir séu búnir að króa af galdrakarlinn illa í einhverri holunni eru aldrei nema svona 2-3 að fylgjast með, hinir eru að tala um hvað þeir borðuðu um morguninn eða guð má vita hvað. Í fyrstu lét ég þetta...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok