Hæ, ég er alltaf að fiska út góðar buxur sem að eru flottar og endast, ég verð að nefna að Wrangler hefur boðið upp á ótrúlega góðar gallabuxur í gegnum tíðina. Svo hef ég verið alveg í skýunum yfir buxum sem að ég keypti í Wranglerbúðinni á Laugaveginum seint í vetur. Þær eru boot cut, þ.e þröngar uppi en víkka svo niður, þær eru svartar og úr 100% polyester, með vösum aftan á og meira að segja með brotum í, þannig að þær eru líka eins og sparibuxur! Það er sama hvert tilefnið er, vinna eða...