Mér fannst allt í lagi að benda á það, fyrst að Don Kíkóti var nýverið ‘valin’ besta bók sem hefur verið skrifuð, að hún er komin aftur út, eftir að hafa verið ófáanleg um árabil. Þýðingin er í höndum Guðbergs Bergssonar, sem er Íslendinga færastur í þýðingum úr spænsku, og er satt að segja í alveg glæsilegu bandi. Fyrri útgáfan sem var í höndum AB Bókaútgáfu (sem fór á hausinn), kom í átta bindum, en í þeirri nýju er snúið aftur til upprunans, og bókinni er skipt í tvö bindi, sem hvort um...