Þetta er rökrétt hugsun hjá þeim sem hóf umræðuna varðandi kredit og debetkortin. Þó er spurningin hvort ekki verði að skoða, hvort hafi á undan komið, hænan eða eggið. Þessi hugtök sem málið snýst um eru upprunalega frá ítölskum munkum fyrir þó nokkuð mörgum hundruðum ára sem í raun þróuðu þetta reikningshaldskerfi sem þekkist í dag. Orðin debet og kredit koma því af orðunum debo og kredo. Þau þýddu í raun inn og út en ekki skal þó fullyrt um hvort þessi orð tilheyri ítalskri tungu eður ei....