Með hverju orði kemur spori eftir nál, sem tvinnar langa hnúta í gegnum mína sál. Brotin, afmynduð, skroppin og teygð. Ég hef dæmt mig í eilífa glötun og feygð Ég bjó þig til en þú ert ekki til Þú ert aðeins draumur með kaldan yl Ég gleymi draumnum og geng hálfdreymin inn, í köldu auðnina sem holar líkama minn.