Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Fyrirgefning (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Rafmagnað andrúmsloft og frosin orð, föst á tungubroddi. Ósögð orð særa mest. “Fyrirgefðu” getur haft ótrúleg áhrif. Bræðin lekur úr huga manns og verður að nánast engu. Orðin þiðna og varir, sem áður voru herptar, bærast að nýju.

Í vinfengi við tímann (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Við erum vinir, tíminn og ég. Hann sagði mér eitt sinn að hann bíti ekki á mig. En hvernig veit ég hvort hann segir satt? Jú, allt breytist, nema ég. Hið ljúfsára tif líðandi stundar er sem hjóm í eyrum mínum. Skuggar liðinna ára sækja á mig í svefni og vöku. Með tíð og tíma mun veröld mín aðeins vera skuggar og minningar liðinna alda.

Ef ég ætti orð (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ef ég ætti orð, þá segði ég þér frá fuglunum. Hversu blítt þeir kvaka og vekja mig með söng sínum hvern morgunn. Ef ég ætti orð, þá segði ég þér frá blómunum sem spretta við túnfótinn, brosa framan í sólina og ilma eins og himnaríki. Ef ég ætti orð, þá segði ég þér frá kettinum mínum sem er svo ljúfur og góður og malar þegar honum líður vel og sofnar oft í keltu minni. Ef ég ætti orð, þá segði ég þér frá sólargeislunum sem hita vatnið svo að það er hægt að synda í því og ærslast og leika...

Love (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
The train was london bound. There my love I found. Like music his voice sound. We were together on love's ground. We were together every day. That is a lot, I must say. Then it was his turn to turn away. Becouse, unfortunately, he was gay.

Myndirðu fella tár? (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ef ég flytti eitthvað burt hin ótalmörgu ár. Ef ég segði þér ekki hvurt, myndirðu fella tár? Ef að ég í slysi lenti, ef ég yrði sár. Ef að eitthvað illt mig henti, myndirðu fella tár? Ef ég missti heyrn og sjón, minn heimur yrði smár. Ef mig henti eitthvert tjón, myndirðu fella tár? Ef ég feng’ um dauðsfall fréttir og sannar reyndust spár. Ef ég dæi, væri það léttir, eða myndirðu fella tár? Ef að mér af baki fleygði minn hugumdjarfi klár. Ef að háls minn úr lið sér smeygði, myndirðu fella...

Dagur fram að skóla-framhald (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Mig hefur lengi langað til að gera framhald af örsögunni dagur fram að skóla og lét loks verða að því. Ég skrifaði og skrifaði og skrifaði, bætti og breytti (ég veit ekkert hvort það hafi breytt nokkru) en nú er ég alveg pikkföst og hef verið það lengi. Gæti fólk ekki hugsað sér að senda mér tillögur að lausn á þessu vandamáli? Besta lasunin fær verðlaun: eintak af bókinni þegar hún kemur út! (smá grín svona) 1. kafli. Ég kjagði eftir gangstéttinni, því að skólabörn með töskur hlaupa ekki,...

Augu barnsins (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Horfðu á sandhrúgu og sjáðu höll. Horfðu á krass á blaði og sjáðu hús, bíl og sól. Horfðu á spegilmynd þína og sjáðu prinsessu. Horfðu á heiminn með augum barnsins.

Það sem auðmýktin sannar (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Hann lá á bakinu í miðri eyðimörk ef eyðimörk skyldi kalla. Þetta var tuttugu fermetra sandbali með vindblásnum þúfum allt í kring. Hann hafði lagt bílnum spölkorn frá og lá bara þarna á bakinu og horfði upp í nóvemberhimininn. Hann fylgdist með stjörnunum birtast einni af annari. Það hafði ekkert snjóað sennan vetur en hann fann á lyktinni að von væri á úrkomu bráðlega. Hann vildi verða söngvari en hafði ekki hæfileikana í það. Rödd hans hljómaði eins og gæs með hálsbólgu ef hann reyndi að...

Morgunn (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það er nótt. Jörðin sefur og andar þungt. Sólin gægist ofur varlega upp úr sjónum. Stígur hærra og kastar geislum yfir grund. Verur jarðar vakna á ný, nudda stýrur úr augum.

Eftirsjá (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Mig dreymdi svo skrýtinn draum eitt sinn skrýtnari engann ég veit. Þú varst besti vinurinn minn, beint í andlit þitt ég leit. Við sátum saman og sögðum ei neitt en söknuðum samt ekki neins. Skyndilega varð ég svo þreytt og sofnaði undir eins. Ég vaknaði aftur alllöngu síðar og allt var orðið svo breytt. Árin mörg lið' innan tíðar ég þekkti þig ekki neitt. Ég tækifæri lét úr greipum mér renna mér opnuðust augun of seint. Tapaðir tímar í hjarta mér brenna, ég vildi ég hefð' eitthvað reynt.

Tækifæri (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Autt blað, tómar línur, tækifæri til að skapa. Auður strigi, ósnert málning, tækifæri til að gefa lífinu lit. Nýtt fólk, fyrstu kynni, tækifæri til að byrja upp á nýtt.

Fiðrildi (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ef sem fiðrildi ég flygi frá veggnum þar sem fuglar finna mig ei. Mun gráðugur froskur gleypa mig, leikleitinn köttur klóra mig eða klaufskt barn, sem vildi aðeins að ég flytti ósk þess með mér, kremja mig. Hetjur deyja en heiglar lifa í skömm.

Fiðrildi (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Vektu ekki fiðrildið sem sefur á veggnum. Því var aðeins gefinn þessi eini dagur til að lifa.

Hættustund (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég hangi í lausu lofti. Hvað er ég að gera hér? Hvað ef ég dett? Missi takið? Slengist utan í klettavegginn? Hendurnar eru þvalar. Vitin fyllast af ryki. Blóðbragð. Út úr mér læðist ámátlegt vein. Yfir brúnina gægist andlit sem sendir til mín glott. Ég gríp í hjálparhönd og skreiðist máttlaus upp á brúnina. Hjartað hamast, kaldur svitinn sprettur fram á andlitið. Ég ligg uppgefin á jörðinni og held dauðahaldi í mosann. Ég er örugg. Rúna Vala

Dagur fram að skóla (4 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Dagur fram að skóla. Ég kjagði eftir gangstéttinni, því að skólabörn með töskur hlaupa ekki, heldur kjaga eins og endur og slaga svolítið undan þunga vitneskjunnar sem leynist í töskunum. Ég kjagaði sem sagt eftir gangstéttinni og yfir auðan blett, sem átti víst að heita gata, mót græna karlinum sem blikkaði hana með ósýnilegu auga. Ég kjagaði yfir auða blettinn og stoppaði þegar hann var að baki. Ég leit yfir gangstéttina, hvíta gangstéttina, og hugsaði að ábyggilega kæmist ekki meira fyrir...

Blóm (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Lítil fjóla stendur ein og yfirgefin í köldu beði. Veturinn, vinur dauðans, kom og tók öll hin blómin með sér Rúna Vala

Blóm (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Lítil fjóla stendur ein og yfirgefin í köldu beði. Veturinn, vinur dauðans, kom og tók öll hin blómin með sér Rúna Vala
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok