Tekið af www.andansmenn.com Í seinustu viku ætlaði framkvæmdastjóri Andansmanna að elda pasta í góðra vina hópi. Ekki vildi þó betur til en að rauðvínslaust var í húsinu klukkan 6 eftir hádegi á fimmtudegi. Á Íslandi þýddi það áður að landinn þurfti að bíta í súrt epli, reyna að snapa sér flösku af veitingahúsi fyrir handleg, fót og hreina mey eða drekka bara Kókómjólk. En þá rifjaðist upp fyrir honum að einhver hefði verið að tala um vínbúð handan heiða sem opin væri lengur en gengur og...