Langan veginn hann tölti, á sínu rölti, hesturinn minn, hann Gráni, um skikann sinn á Skáni. Í Svíþjóð sér hann undi, ýmsar góðar stundir hesturinn minn, hann Gráni í skikanum sínum á Skáni. Hann fékk að lokum nóg, og datt niður og dó, hesturinn minn hann Gráni í skikanum sínum á Skáni. Hann áfram þar liggur dægrin löng, með fánann blakandi í hálfa stöng, hesturinn minn, hann Gráni í skikanum sínum á Skáni.