Ég var að tengja skjákortið mitt við sjónvarpið en ég fæ bara hljóð en enga mynd. Ég tengdi við skjákortið og hljóðið í tölvunni og svo við Scart1 í sjónvarpinu. Ég er búinn að reyna að restarta vélinni - dugar ekki. Er með Windows XP stýrikerfi og “64MB DDR NVIDIA GeForce4 MX 420 with TV Out” skjákort. Er eitthvað fleira sem ég þarf að huga að? Á myndin sjálfkrafa að fara yfir í sjónvarpið (á AV) eða þarf ég að stilla eitthvað í tölvunni til að hún sendi merkið yfir í sjónvarpið?