Fögnum rökkrinu sem enn og aftur leggur blessun sína yfir okkur á síðsumarskvöldum. Birta daganna, ljós náttanna, vekur upp þorsta, óstjórnlegan, óstöðvandi þorsta sem aðeins tíminn fær svalað með miskunnsömu myrkri á norðurhveli. Jörðin og hennar dyntir hafa okkar geð í hendi sér. Ofbirta fárra daga í augu náttblindra afkvæma skersins á norðurhjara er mikið af því góða - of mikið. Við hörfum á vit svefns og myrkra drauma. Svífum um í alheimstóminu rökkri mjúku og ró.