Þeir eru stórhuga hjá flugsafninu á Akureyri. Í grein sem birtist í mogganum í gær (30. janúar) stendur að þeir hafi hug á því að byggja 7000-7500 fermetra húsnæði fyrir flugsafnið sem getur hýst júmbóþotu. Þetta er engin smá bygging og óvísst hvort hægt verði að finna stað fyrir hana við flugvöllinn. Flugsafnið á von á Boeing 747 í safn sitt. Þessi vél er í notkun hjá Atlanta og þeir hyggjast leggja henni í vor. Svo er var ég líka að lesa að fyrsta þota íslendinga, Gullfaxi, hafi lent á...