Markmaðurinn Oliver Kahn hefur komið mörgum á óvart með því að segja að hann sé orðinn hundleiður á fótbolta þar sem hann spili alltof marga leiki. Hann sagði einnig að Evrópumeistararnir væru orðnir hálf þreyttir. Þessi 32 ára fyrirliði þýska landsliðisins segir að það sé of mikið að vera í landsliðinu, spila í Bundesligunni og meistaradeild Evrópu. “Dagskráin hefur verið svo erfið á tímabilinu, það er ömurlegt, stundum hata ég fótbolta,” sagði Kahn. “Það eina sem ég geri er að spila...