Ég og Skuggi Ég man ennþá vel eftir fyrstu keppninni minni! Ég hef þá verið í kringum 8 eða 9 ára. Ég átti bókina á Fákspori eftir Didda og lá gersamlega í henni og fór eftir öllu sem hann sagði, var sérstaklega áhugasöm um það sem kallaðist 7 dagar til keppni, fór eftir því í einu og öllu! Bókin var að tala um Gæðingamót (en ég var að fara á litla firmakeppni) en það skipti mig litlu. Ég fékk 17 vetra gamlan hest fósturmóður minnar, Skugga. Skuggi er lítill brúnn hestur sem tölti ekki undir...