Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Formúla 1 (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hér er á ferðinnni besti ökumaður heims að mínu mati.

Ein rétt (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég stend inní rúmi sem áður tómt, En nú fyllist með myndum af þér. Reyni að neita, en þú ein ert rétt handa mér. Sama hvar ég sit, sama stend, Sama hvar ég ligg, sama hvar sef hugur minn leitar að þér. Heimurinn er horfinn ekkert nema þú, Þú ert ekki hjá mér en staðreyndin er sú Að þú ein ert rétt handa mér. Áður hér sast en ég hélt þér svo fast Sleist þig burt frá mér og hljópst í þínum tárum á braut. Hugsa um annað en hugur minn leitar að þér, Ekkert nema þú getur fyllt tómarúmið í mér....

Í Faðmi Þínum (7 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þú ert gyðja míns hjarta, Stoð minnar sálar, Drottning minna drauma. Við hlið þér er ég ósigrandi. Ég vil þar gráta og þar vil ég kætast, Í þínum faðmi þar sem draumarnir rætast. Ég vil halda í hönd þína, Hönd sem veitir mér styrk, Von og trú. Þú kallar fram kærleikann í hjarta mínu. Ég vil strjúka þitt hörund og njóta mín best, Í faðmlagi stúlku sem þrái ég mest. Ég vil horfa í augu þín, Augu sem laða fram ást. Ég vil uppfylla óskir þínar, Elska þig og virða. Ég vil eiga stund þar sem augu...

Hugmynd. (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mér findist að það ætti að taka dálkinn “myndin” út af forsíðunni sem að uppfærist á 1 - 2 mánaða fresti. Og stækka frekar dálkinn “greinar” og leifa því ljóðum að njóta sín lengur á forsíðunni. Bara hugdetta. Hvað finnst ykkur?

- Heimur minn skalf- (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Til: GulluJ Frá: Mér. Love ya baby. -Heimur minn skalf- -Fólkið starði á drenginn sem kraup í rigningunni. Hann grét, horfði í lófa sína og sagði: Að þessar hendur hefðu aðeins einn tilgang, aðeins einn vilja. Vilja til að strjúka hörund þitt, Vilja til að þurrka þau tár af vanga þínum sem falla vegna sársauka eða sorgar. Drengurinn stóð upp og breiddi út faðminn, Hann hrópaði að þessi faðmur hefði aðeins einn tilgang, aðeins einn vilja. Vilja til að umlykja þig og halda á þér hita. Vilja...

Tár á stein með hennar nafni. (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þögul ást í þröngu rými Frosið hjarta þakið hrími Eitt er horfið annað brennur Ör af boga Amors rennur. Drengur elskar, svanni dáin, enn til staðar ástarþráin. Á moldu fellur sveinsins tár, í brjósti hans er sorgarsár Jörðin hylur hennar mynd, sálin fauk með hlýjum vind. Við stein með nafni hennar grætur, rifnar burtu hjartans rætur. Með blað í hendi'á jörðu skríður mærin hans á himnum bíður. Sigðin glampar á hans hníf, vill ey öðlast lengra líf. Einn mun aldrei gleði skarta, frostrós grær á...

Magnað hvernig allt er hægt. (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég dæsi þegar dagurinn kemur, draumarnir sleppa takinu og ýta mér framúr. Afhverju var ég að vakna? Veruleikinn getur verið svo óspennandi. Undirmeðvitundin hendir huganum, hærra þangað sem stjörnurnar hvíla. Þar sit ég á höku hálfmánans, horfi á stjörnurnar og hlusta á sögur. En það eru engar stjörnur, heldur útiljósin í borginni. Marsbúarnir miða leyserbyssum á jörðina. Magnað hvernig allt er hægt. Horfandi á allt annan heim, hugsandi á apamáli. En maður man aldrei hvernig fór, Reyni að...

óheillamaður (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hátt á stalli hreykir þér. Hæfilega glaður. Haus þinn holur innan er, heimskur ertu maður. Bros að utan, innan bældur. Brotið hjarta, illa barinn. Vinnumissir, vertu spældur. Engir vinir, hundur farinn.

Þetta er kærastan mín. (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hæ þetta er kærastan mín. Þið virðist ekki sjá hana, horfið bara í burtu og borið bara í nefið. Að nú í svona flotta stelpu er nú ekki alveg gefið. Hvernig er annað hægt en að taka eftir, eruði eitthvað þroskaheftir. Fullkominn líkami, silkihúð. Svona stúlka er ekki bara keypt útí búð. Hlaut að vera….. hún er svo fullkomin, sú besta draumadísin mín, allt svo fullkomið. Hún var fullkomin. Þá mundi ég að hún á ekki heima hér, heldur í herbergi 1 í höfðinu á mér. Gat ekki annað verið því að…...

Bandaríkin og...... (7 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Bandaríkin þyrsta í blóð, berja niður minna fólk. Valdagráðug veisluþjóð verja sig með byssuhólk. Baka menn með bombum stórum, biðja fyrir eigin rassi. Svelgir í sig stærðar bjórum situr svo á sínum rassi. Bush er lítill bíður heima, berst fyrir sitt hvíta hús. Ef horft er yfir heim og geima er hann bara lítil mús.

En...... (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
En….. afhverju ertu farin? Afhverju varstu horfin burt' En samt varstu þarna….. Samt tókstu ekki eftir mér, ég öskraði á þig en þú horfðir í burtu… En….. kanski er allt öðruvísi, allt á hvolfi, kanski ert þú hér en ég er þar, og þar er ekki neitt, ekki einu sinni þú, því að þú ert hér. En…… skrítið

Your painfull death. (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Your painfull death is near, you have sinned. Soon you'll be trapped in a chamber of torture taking a bath in the blood of your mother. Think you can pass in to paradise culture, you'll be kicked out by your heavenly father. Satan himself will be giving you pain, that's storming like fire through every vein. Reality will become your biggest fear, hellfire stabbed through your heart like a spear. Satanic flames will be eating your skin, Endingless torture for every sin. Crying for help from...

Váááááááá (3 álit)

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 1 mánuði
Þetta var ein rosalegasta f1 keppni sem ég hef séð. Báðir Jordan einn arrow einn mclaren og einn ferrari í EINNI KLESSU! Sáuð þið hvað munaði litlu að hakkinen hefði lent líka. Þó að ég sé Hakkinen aðdáandi þá samgleðst ég Shcumacer mjög. Ef hann vinnur einu sinni enn er hann búinn að vinna 42. sinnum og þá er hann orðin heimsmeistari í sigrum sem sagt það er ekkert skrítið að hann fór að gráta. Hakkinen líka því að hann er efstur í Heimsmeistara keppninni. En samt sækir shcumacer á hann....
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok