Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

qeySuS
qeySuS Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
790 stig

Re: Besti stíllinn er...

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Maðurinn sem þú ert að tala um er Royce Gracie, og já hann vann UFC 1 og 2, vann einn bardaga í UFC 3 en þurfti að hætta vegna meiðsla (hann vann bardagann en hætti eftir að hafa unnið hann) og svo vann hann ufc 4 og keppti í superfight í UFC 5 á móti Ken Shamrock sem var jafntefli (Ken Shamrock var ógeðslega leiðinlegur og gerði ekkert í 35 mínútur). Það sem hann er að æfa er ekki Judo heldur Gracie Jiu Jitsu, eða Brazilian Jiu Jitsu sem er jú upprunið frá Judo en það var í kringum 1910,...

Re: Besti stíllinn er...

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Gæti ekki verið meira sammála, ein mestu mistök fólks sem æfa bardagaíþrótir er að fyllast þeim hroka að stíllinn þeirra sé bestur og hafi öll svörin. Að sjálfsögðu á að hafa trú á því sem maður er að gera en enginn einn stíll hefur svarið við öllum sviðum. Sem dæmi bara, Muay Thai, oftast talað um það sem eina skilvirkustu leiðina til að ganga frá andstæðingnum vegna einfaldleika þess og krafts, en segum sem svo að Muay Thai gaur lendir á jörðinni á móti Judo gaur, og veit ekkert hvað hann...

Re: Hvar fæ ég olíu sem maður ber á sköflunginn???

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
i'll take your word for it :) Fékk bara að prófa nokkrum sinnum hjá þeim. Eina sem ég er að segja er að það er spurning hvort það sé olían sjálf sem veldur því að þú verður tilfinningalaus og fóturinn sterkari, eða hvort að það sé bara útaf því að þú ert alltaf að sparka fætinum í sterka fleti og olían sér svo um að minnka bolguna á sem styðstum tíma, either way þá virkar þetta :)

Re: Mjög ánægður með þetta!

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
jamm þakka fyrir :) Endilega láta vita ef það er eitthvað sem ykkur dettur í hug sem gæti bætt síðuna.

Re: vopn, vopn og meiri vopn

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Jamm tollinum er eiginlega nokk sama hvað stendur í lögum, ef þeim FINNST að þetta sé ólöglegt þá er það ólöglegt.

Re: vopn, vopn og meiri vopn

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Jamm fáranleg lög, tollurinn býr bara til lög á staðnum, það er sérstök klausa í lögunum sem segir “Kylfur sem ætlaðar eru til íþróttaiðkunar eru löglegar” og ef Kung Fu er ekki íþrótt þá veit ég ekki hvað. Escrima, Bo, Nunchaku og allt þetta er löglegt, sverðin eru reyndar ólögleg. Btw ég held að Shifu þýði Master eða meistari.

Re: krarate í sjálfsvörn?

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Þarna verð ég að vera ósammála, þó það taki kannski langann tíma að verða góður í grappling, þá eru 98% af landinu sem vita ekki einu sinni hvað það er og taka bara fósturstellingu ef þeir lenda í jörðinni með einhvern ofan á sér, þá er gott að kunna grappling og flestir ættu að geta nýtt sér þá aðstöðu með smá kunnáttu, málið er að allir geta kýlt, en mjög fáir kunna einhverja lása af alvöru, þannig ég myndi frekar mæla með grappling.

Re: CCP komnir með autoberth á cpl !

í Half-Life fyrir 23 árum
Þið verðið alla vega að drífa í þessu, hafið bara 2 vikur og fyrirtæki þurfa oftast nokkra daga til að ákveða svona hluti.

Re: CCP komnir með autoberth á cpl !

í Half-Life fyrir 23 árum
var að lesa að það væri 50.000$ fyrir fyrsta sætið í CS, það gerir 10.000$ á mann eða rétt rúma miljón, ekki amalegt þar.

Re: CCP komnir með autoberth á cpl !

í Half-Life fyrir 23 árum
það er náttlega 150.000$ samtalsa með öllum sætum (1,2,3) og öllum keppnisgreinum. Annars stendur á www.thecpl.com að það verði double elimination í 32 liða úrslitum, ef þið dettið út fyrir það er þetta væntanlega búið spil, en autoberth ætti að gefa ykkur léttan andstæðing til að byrja með so ..

Re: Hvar fæ ég olíu sem maður ber á sköflunginn???

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
veit að jimmy var að selja þetta á sínum tíma, það er alla vega það sem þeir í Muay Thai nota. Ég nota kínverskt dæmi sem heitir Dit Dar Jow, það er nú ekki með sama tilgang og Muay Thai olían að gera´fótinn tilfinningalausann (enda held ég að olían geri það ekki, það er af því þú lemur fætinum hvað eftir annað í púða eða eitthvað annað) heldur er olían til að minnka bólgur og hraða því processi. Ég er nú ekki að því til að fá sterkan sköflung heldur bara af því ég fæ reglulega bólgur og...

Re: Klön

í Half-Life fyrir 23 árum
Vinaclön rúla en vandamálið við þau er að oft er það þannig að vinirnir hafa mismikinn metnað, 1-2 spila á fullu og verða brjálað góðir, hinir spila bara til að skemmta sér. Svo fer fólk að keppa og alltaf eru þeir 2 sömu bestir og langefstir, þeim fer þá að langa að spila af alvöru með leikmönnum af sínum eigin caliber og þá fara þeir. Vinaclön rúla og ég ætla aldrei og hef aldrei verið í neinu öðru (enda hef ég ekki metnað í að spila mikið og verða mad :P ) en það getur verið erfitt að...

Re: CCP komnir með autoberth á cpl !

í Half-Life fyrir 23 árum
ég er með plakat af krissa beran að ofan frá því að hann var í 9 bekk, beat that.

Re: hver lendir í slagsmálum

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
sá sem verið er að ráðast á er væntanlega með nokkuð magnað adrenalín flow, ætti að gefa honum hraðari hlaupamöguleika :P

Re: krarate í sjálfsvörn?

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Judo er ofursvalt, vidli bara ða ég hefði efni á að æfa 2 íþróttir :) Þá myndi ég æfa það líka.

Re: Muay Thai

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Hvenær eru þeir annars að pæla í að fara? Hafði ekkert heyrt um þetta seinast þegar ég hitti þá :)

Re: krarate í sjálfsvörn?

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Jah það væri kannski sniðugra að setja hann í Júdó eða eitthvað álíka myndi ég halda, þá er hann alla vega ekkert að berja neinn (þar sem það virðist vera aðal motivationið) heldur bara að henda þeim í jörðina og setja þá í lása. En það tekur tíma að verða það góður í HVAÐA bardagaíþrótt sem er til að þú getir farið að nota það af alvöru. Annars er Karate örugglega fínasta bardagaíþrótt en það er ekki bara áhersla á að berja náungann, held meirað segja að það sé hreint út sagt bannað (man að...

Re: Muay Thai

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Kári heiti ég, tölvunörd sem var að æfa þarna fyrir ári síðan ;)

Re: Muay Thai

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Jamm Muay Thai er mjög kröftug íþrótt. Mætti ég spyrja hverjir það eru sem eru að fara út? (ég giska á Ingþór og Árni :) þeir eru þeir einu nógu hardcore sem mér dettur í hug).

Re: hver lendir í slagsmálum

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Bruce Lee notaði einmitt mest Biu Jee (alla vega á móti Jack Wong Man). Og Bruce Lee hefur greinilega ekki kunnað mikið í grappling ef það eina sem hann gat gert var að bíta hann (og það hefur greinilega ekki verið hauslás sem hefði getað meitt hann eða kæft). Það sannaðist best þegar Gene LeBelle Judokappinn fór að leika sér að Bruce Lee, Bruce vissi lítið sem ekkert um að slást á jörðinni en hann var fljótur að reyna að læra það (en hann dó náttlega greyið þannig hann n´ðai aldrei að verða...

Re: hver lendir í slagsmálum

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Annars held ég að þú eigir ekkert að vera hræddur við að nota Kung Fu í svon aðstöðu, sparka í punginn kýla í hálsinn o.s.frv. þú veist aldrei hvað hinn ætlar að gera eða hvort hann sé með hníf á sér, og ég efast um að pot í augun eða spark í punginn drepi hann. Ég held t.d. að Biu Jee (þó ég kunni lítið sem ekkert af því) væri mjög sniðugt á götunni.

Re: hver lendir í slagsmálum

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Þar sem vel flestum finnst óþægilegt að vera í jörðinni og finnst ´vita ekki hvað þeir eiga að gera þar myndi ég líklega reyna að koma bardaganum þangað ef ég sé fram á að hann sé mun stærri en ég og spörk/kýlingar virki ekki. Ég kann reyndar svo gott sem ekkert í groundfighting en tel að það litla sem ég kann veiti mér alla vega eitthvað smá edge (nema ég yrði svo óheppinn á lenda á judo kappa eða eitthvað :). Annars myndi ég bara gera hvað sem er til að geta drullað mér í burtu ef við...

Re: Olísmótið Fjölnis (Fullorðins), úrslit

í Bardagaíþróttir fyrir 23 árum
Glæsilegt, skildist reyndar að vegna einhvers klúðurs í tímasetningu voru nokkrir hjá ármann (og eflaust fleiri félögum)sem fengu ekki að keppa (því þeirra riðli var flýtt). Svo eru 10 manns úr ármann nýkomnir af US Cup (me too *yay*) ekki vitlaus hugmynd að hafa bara úrslita kubb fyrir svona lagað, jafnvel að fólk geti sent inn lýsingar fyrir einstaka bardaga (veitiggi hvort þetta sé allt hægt en það er hugmynd).

Re: Skjalfti 4|01

í Quake og Doom fyrir 23 árum
ég get alveg skilið þetta allt saman, en persónulega er ég eiginlega mest sammála JBravo, ég skil ekki fólk sem mætir bara til að keppa og fer bara þegar það er búið að tapa. Þetta tíðkast ekki mikið í Quake en á seinasta skjálfta (þarseinasta reydnar s3) þá var hálfur CS hópurinn farinn mjög snemma á laugardeginum. Persónulega finnst mér þetta bara ágætleag hæfilegt :) Finnst fínt að hafa tíma til að rölta á milli og spjalla við fólk sem maður þekkir fá sér smá í gogginn, irca smá og spila...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok