Æi núna líður mér geðveikt illa. Sko, ég á kærasta og við erum búin að vera saman í meira en 1 ár. Hann er núna staddur útí útlöndum og í gær var ég í partýi og þá sagði sameiginlegur vinur okkar, vinur: ,,Ef þið verðið saman allt ykkar líf þá á hann pottþétt eftir að halda framhjá þér." Og vá hvað mér leið illa að heyra þetta og núna er ég á algjörum bömmer en get ekkert verið að hringja í kærastann minn, það er svo dýrt. Kærastinn minn segir alltaf að hann muni ALDREI halda framhjá mér en...