Ég var að gera sögu ritgerð fyrir skólann og valdi viðfangsefnið Woodstock. Ákvað að senda hana líka hingað inn. UNDIRBÚNINGUR Þegar Woodstock hófst klukkan 17:07 föstudaginn 15. ágúst 1969 bjóst enginn við því að yfir 400.000 manns myndu sækja hátíðina nema skipuleggjendurnir; John Roberts, 24 ára, Joel Rosenman, 26 ára, Artie Kornfeld, 26 ára og Michael Lang, 24 ára. Þeir sögðu þó við yfirvöld að um 40-50.000 manns myndu mæta, enda hafði fjölmennasta tónlistarhátíð fram að þessu, Miami Pop...