Félagsfælni Félagsfælni er eins og nafnið gefur til kynna ein tegund fælni. Fælni er flokkuð sem kvíðaröskun ásamt áráttu-þráhyggju, almennum kvíða, felmtursröskun með eða án víðáttufælni og áfallaröskun. Almennt um fælni Fælni hefur svo verið flokkuð í félagsfælni, víðáttufælni og afmarkaða fælni, sem beinist að einu áreiti eða aðstæðum. Þekkt dæmi um síðastnefndu fælnina eru flugfælni, lyftufælni, skordýrafælni, sprautufælni og snákafælni. Talsvert hefur verið fjallað um slíka afmarkaða...