Undanfarinn áratug hafa vinstri flokkarnir á Íslandi verið í stjórnarandstöðu og í raun verið áhrifalausir með öllu í landsmálapólitík. Eyðimerkurganga þeirra er orðin löng og ströng og hefur tekið á. Ég mun í þessum pistli fara yfir niðurlægingartímabil vinstri manna sem hófst í raun eftir þingkosningarnar 1991 og er söguleg í meira lagi. Síðast var vinstri stjórn við völd á Íslandi 1988-1991, en hún tók við völdum í septembermánuði 1988 eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks...