Hún lá í hnipri á köldu steingólfinu. Umvafin myrkri. Hún þurrkaði volgt sæðið af lærum sér. Henni var ískalt, þráði að fá einhverjar dulur til að vefja utan um sig. En flík? Nei, það væri trúlega til of mikils mælst. Hurðin lokaðist með ískri, áður en henni gafst tóm til að spyrja Djöfulinn, sem gekk út, fullnægður og glaður í bragði. Hún snökti, reyndi að ylja ísköldum kroppnum með löngum handarstrokum. Horfði á heyhrúguna í horninu. Staulaðist þangað, og sökkti sér í gamalt og illa...