Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Verður Star Trek tekin upp á Íslandi? (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ja, titillin segir víst allt sem þarf að segja. Ætli Ísland verði enn einu sinni notað sem leikmynd fyrir Hollywood. Ef svo myndi verða væri kannski gaman að reyna fyrir sér sem aukaleikari.

Besta band og lag gullaldarinnar (45 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Í kjölfari greina á við ofmetnasta og vanmetnasta band gullaldarinnar, langar mig til að spyrja hvert besta hljómsveit gullaldarinnar sé, að þínu mati og hvað sé besta lagið með þeim. Það gæti að sjálfsögðu verið búið að skrifa milljón korka um þetta, en aldrei er góð vísa of oft kveðin. Persónulega finnst mér Queen vera besta hljómsveit gullaldarinnar og Bohemian Rhapsody er uppáhaldslagið mitt með þeim.

Skoðun á bókinni (ekki upplýsingar um innihald) (10 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þeir Hugarar sem eru að lesa bókina eða eru búnir: Hvernig finnst/fannst ykkur hún? Ekki skrifa neinar upplýsingar um innihaldið, bara skoðunina. Bætt við 21. júlí 2007 - 19:46 Ég er að meina Harry Potter and the Deathly Hallows

Artemis Fowl kvikmynduð? (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þegar ég var búinn með fyrstu bóknni um Artemis Fowl, velti ég því fyrir mér hvort að kvikmyndin myndi ekki koma bráðum. Nokkur ár eru liðin og ennþá stendur ekkert um það að það eigi að fara að kvikmynda þessar frábæru bækur. Annars ætti ég kannski að vera feginn. Ég hef það á tilfinningunni að bókin yrði eiðilögt fyrir mér ef að það myndi verða að því. Hvernig myndi til dæmis Eykur líta út? Það má samt velta því fyrir sér. Haldiði að það væri hægt að gera góða Artemis Fowl kvikmynd?

J.K. Rowling og hennar síðasta Harry Potter bók (25 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Jæja, þá styttist heldur betur í að síðasta Harry Potter bókin koma út og mun hún bera nafnið Harry Potter and the Deathly Hallows. Fjöldamargar tilgátur eru til um endirinn á bókinni og eru margar hér á Huga. Mjög margir telja það víst að Harry Potter muni deyja, en J.K. Rowling hefur sagt okkur að tvær persónur munu láta lífið. Hún hefur einnig gefið okkur þær upplýsingar að Viktor Krum muni koma fram en enginn Quidditch muni þó vera spilaður. Einnig mun Petunia, frænka Harris, koma fram í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok