Jæja, þá styttist heldur betur í að síðasta Harry Potter bókin koma út og mun hún bera nafnið Harry Potter and the Deathly Hallows. Fjöldamargar tilgátur eru til um endirinn á bókinni og eru margar hér á Huga. Mjög margir telja það víst að Harry Potter muni deyja, en J.K. Rowling hefur sagt okkur að tvær persónur munu láta lífið. Hún hefur einnig gefið okkur þær upplýsingar að Viktor Krum muni koma fram en enginn Quidditch muni þó vera spilaður. Einnig mun Petunia, frænka Harris, koma fram í...